Skilmálar

Vinsamlega lestu yfir viðskiptaskilmálana áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að versla við vefverslun okkar samþykkir þú þessa skilmála.

Almennt

Starfsmenn Tomstundahusid.is reyna eftir fremsta megni að tryggja að réttar upplýsingar séu á vefsíðu og verslun tomstundahusid.is . Allar upplýsingar á vefnum eru birtar með fyrirvara um breytingar og/eða villur. Einstaka myndir gætu verið af sambærilegri vöru þegar rétt mynd er ekki fáanleg frá framleiðanda. Engin ábyrgð er tekin á innsláttarvillum, myndbrengli eða röngum og úreltum upplýsingum. Tomstundahusid.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, reynist vara ófáanleg eða vegna rangra verðupplýsinga. 

Afhending vöru

Afgreiðsla og afhending pantana tekur alla jafna 1-2 virka daga, með fyrirvara um álag og að allar vörur séu til á lager. Flestar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða daginn eftir.

Viðskiptavinur getur valið að sækja vörur í verslun okkar Bíldshöfða 18, 110-Reykjavík eða fengið vörurnar sendar með Póstinum á næsta pósthús/póstbox eða heim að dyrum (með póstinum) eða með öðrum flutningaðilum sem sjá um flutning á vörum um landið. Velji viðskiptavinur að fá pöntun senda verður pöntunin send með Póstinum eða öðrum flutnigsaðila sem viðskiptavinur velur við pöntun, flutningsgjald póstins eða viðkomandi aðila bætist við þegar gengið er frá pöntun. Pantanir eru alla jafna afhentar til flutningsaðila næsta virka dag.

Af öllum pöntunum dreift af Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins og eða flutningskilmálar umrædda flutningaðila um afhendingu vörunnar. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Póstsins eða vefsíðum viðkomandi aðila. 

Sé vara uppseld eða önnur atriði tefja afgreiðslu pöntunar er haft samband við viðskiptavin eins fljótt og hægt er, með upplýsingum um hvenær pöntun verður afgreidd og með hvaða hætti.

Skilaréttur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun kaupnótu/kassakvitun eða staðfestingu á móttöku sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt eða afhent. Að þessum skilyrðum uppfylltum og gegn framvísun kaupnótu er viðskiptavini heimilt að fá inneignarnótu, skipta í aðra vöru eða fá endurgreiðslu séu 14 dagar eða minna liðnir frá kaupdegi eða afhendingu vöru.

 Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar að meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta einkenni, eiginleika og virkni. Enn fremur þurfa allir fylgihlutir og handbækur að fylgja með vöru.

Þurfi að senda vörur til tomstundahusid.is ber viðskiptavini að tilkynna eins fljótt og auðið er að hann ætli að nýta sér skilaréttinn. Viðskiptavinur ber beinan kostnað af því að skila vöru og ber ábyrgð á að koma vörunni til tomstundahusid.is í samræmi við skilarétt í viðauka 1 og 2 í reglugerð nr. 435/2016 hins vegar er markmið tomstundahusid.is  að fullnægja þörfum viðskiptavinarins. Ef viðskiptavinur óskar eftir að skila vöru, óháð fyrirfram ákveðnum tímaramma, er reynt að verða við því eins og kostur er.

Ábyrgð

Tilkynningar um galla eða skemmdir skal senda á tomstundahusid.is@tomstundahusid.is um leið áskilur Tómstundahúsið sér þann rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig og ber að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu teljist vara gölluð.

Ábyrgðartími á vöru er almennt 2 ár  í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003,  Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar sem teljast utan tilætlaðrar og eðlilegrar notkunar vörunnar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits eða óhappa við notkun vörunar. Tómstundahúsið ber ekki ábyrgð á tjóni eða slysi sem hlýst af rangri notkun vörunar.Viðgerðir vegna ábyrgða skulu fara fram á verkstæði Tómstunahúsins Bíldshöfða 18 110-Reykjavík. Flutningskostnaður til og frá verkstæði fellur ekki undir ábyrgð. Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en verkstæði  búnaðurinn, hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við vöruna  þannig að skemmd hefur hlotist af. Sölureikningur/kassakvittun telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar á ábyrgð og gildir ábyrgðin frá kaupdegi.  

Persónuupplýsingar

Öll söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga þinna eru unnin í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Til að við getum uppfyllt þá þjónustu sem er í boði þegar verslað er í vefversluninni þá þurfum við að fá upplýsingar um nafn þitt, heimilisfang, netfang og símanúmer. Við vistum engar greiðsluupplýsingar aðrar en hvaða greiðslumiðil var notast við þegar greitt var fyrir pöntunina.

Við deilum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema til að uppfylla þá þjónustu sem þú hefur valið, t.d. til að uppfylla óskir um heimsendingarþjónustu.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi)

Greiðsluleiðir

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumáta:

  • Visa/Mastercard
  • Visa/Mastercard raðgreiðslur
  • Netgíró
  • Millifærslur

Ef upp koma greiðsluvandamál, t.d. ef greitt er með stolnu korti, þá áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntun.

Athugið að ef vara er sótt og greidd með kreditkorti verður korthafi sjálfur að sækja og framvísa skilríkjum. Greitt er á öruggri greiðslusíðu Valitor, en til að tryggja öryggi korthafa notast Valitor við ítrustu öryggisstaðla og öll gögn eru SSL dulkóðuð. Tomstundahusid.is fær aldrei upplýsingar um greiðslukortanúmer heldur aðeins þær upplýsingar hvort greiðsla hafi farið í gegn.